11.10.2014 16:40

Ýta og Jim

Ýta frá Daðastöðum (sjá „Fjárhundar – Lísa“) átti níu hrausta hvolpa þann 7. október síðastliðinn. Þetta voru fimm hundar (þar af tveir þrílitir) og fjórar tíkur (þar af ein brún og ein þrílit). Hvolparnir eru undan Killiebrae Jim 295411 ISDS (2007-1-0784). Eigandi Jim er Einar Jóelsson í Brautartungu á Suðurlandi. Jim var fluttur inn fyrir nokkrum árum og ég hef séð nokkur mjög efnileg afkvæmi undan honum. Ég geri ráð fyrir að við höldum tveimur hvolpum sjálf, en restin eru falir. Hvolparnir afhendast 8 vikna, örmerktir, heilsufarsskoðaðir, ormahreinsaðir og bólusettir. Ættbók frá SFÍ. Áhugasamir hafi samband við Lísu í s. 863 1679 eða e-mail elisabetg@ru.is

 
Flettingar í dag: 44
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 72
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 302233
Samtals gestir: 59398
Tölur uppfærðar: 18.10.2019 09:18:43